Vísindamenn Hjartaverndar virkir í vinnu við spálíkön COVID-19.

26. mars 2020

Tveir vísindamenn Hjartaverndar, þeir Thor Aspelund prófessor við Háskóla Íslands og yfirtölfræðingur Hjartaverndar og Brynjólfur Gauti Jónsson doktorsnemi við Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Hjartavernd hafa unnið og vinna hörðum höndum að gerð spálíkana fyrir COVID-19 faraldurinn. Verkefnið er unnið að frumkvæði sóttvarnalæknis í samstarfi við vísindamenn Háskóla íslands, Embætts landlæknis og Landspítala.  Spálíkanið er uppfært reglulega og þar má skoða niðurstöður og nálgast aðferðirnar sem beitt er við gerð líkansins: http://covid.hi.is/

Þróað hefur verið mælaborð sem sýnir þróun COVID-19 á Íslandi og annars staðar: https://covid.rhi.hi.is/shiny/dashboard/

Við erum öll stolt af okkar mönnum og þeirra mikilvægu vinnu.