Vegleg minningargjöf.

24. júní 2021

Vegleg minningargjöf barst Hjartavernd frá Árdísi Sveinsdóttur og Kjartani Gunnarssyni í minningu sonar þeirra Kristins Ólafs Kristinssonar Grundarfirði, sem varð bráðkvaddur 30. desember 2020 vegna arfgengs hjartasjúkdóms. Kristinn Ólafur hefði orðið 58 ára 2. júlí n.k.

Hjartavernd þakkar stuðninginn með kæru þakklæti  og sendir aðstandendum Kristins innilegar samúðarkveðjur.