Hjartadagurinn.

28. júní 2019

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn.

Alþóðlegur hjartadagur -29. september 2015

Markmið Hjartadagsins, sem yfir 120 þjóðir taka þátt í um allan heim, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf. Á hverju ári falla í valinn í heiminum yfir 17 milljónir manna og kvenna af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og eru þessir sjúkdómar algengasta dánarorsök alls mannkyns. Þetta þýðir að ein manneskja deyr á hverjum tveimur sekúndum í heiminum vegna hjarta- og æðasjúkdóma og er Ísland þar engin undantekning en á árinu 2009 létust 627 Íslendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Hver Hjartadagur hefur ákveðið þema þar sem lögð er áhersla á tiltekna þætti sem skipta máli í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Í ár er áherslan á samfélagið og umhverfi einstaklingsins. Of oft kennir samfélagið einstaklingnum um ef hann veikist af hjarta- og æðasjúkdómi – þú reykir, þú borðar of mikið, þú drekkur of mikið, hreyfir þig ekki en nóg eða þú hugsar ekki nógu vel um heilsu þína. Þetta er mikil einföldun, því að umhverfi okkar þar sem við búum, vinnum og iðkum frístundir, getur haft mikil áhrif á getu okkar til að taka réttar ákvarðanir með heilsu okkar í huga. Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi. Okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi, sé áhugi fyrir hendi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu.

 • Hjartadagshlaupið – sunnudaginn 27. september klukkan 10:00 á Kópavogsvelli. Í boði tvær vegalengdir, 5 og 10 km með tímatöku. Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu sæti, auk útdráttarverðlauna. Skráning er á www.hlaup.is eða á staðnum við stúkuna á Kópavogsvelli frá klukkan 09:00. Þátttaka er ókeypis.
 • Hjartagangan – sunnudaginnn 27. september. Gangan hefst klukkan 10:00 og eiga þátttakendur að mæta á hlaupabrautina á Kópavogsvelli, gengið inn í gegnum stúkuna. Í boði eru tvær göngur. Sú hægari (2-3 km) í umsjón Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og sú hraðari í (5-6 km) í umsjón Kjartans Birgissonar frá Hjartaheill. Gert er ráð fyrir að göngur taki 1 klukkustund og er þátttaka ókeypis.

Kynnir: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Solla stirða, Goggi mega og Siggi sæti koma í heimsókn og heilsa upp á börnin.

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn hátíðlega um víða veröld og á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn í samstarfi við Kópavog

Kort af hlaupaleiðinni:

Helstu áhættuþættir hjartasjúkdóma eru meðal annarra hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról (blóðfita) og blóðsykur, reykingar, of lítil neysla ávaxta og grænmetis, ofþyngd og hreyfingarleysi. Á marga þessa áhættuþætti er tiltölulega auðvelt að hafa áhrif á með heilbrigðum lífsstíl.

Topp 10 listinn fyrir heilbrigt hjarta

Þitt framlag…

 1. Reyktu ekki
 2. Hreyfðu þig daglega
 3. Borðaðu hollan mat
 4. Haltu kjörþyngd
 5. Forðastu óhóflega streitu

Láttu kanna…

 1. blóðþrýsting þinn
 2. blóðsykur þinn
 3. kólesteról þitt
 4. Ekki gleyma að ráðfæra þig við lækni

Síðast en ekki síst

Njóttu lífsins en farðu vel með hjartað, þú átt bara eitt