GoRed 10 ára afmæli.

1. janúar 2019

10 ára afmælishátíð GoRed í Hörpu

GoRed 2019

Við höldum upp á 10 ára afmæli GoRed, vitundarvakningar um hjartasjúkdóma kvenna, í samvinnu við 1.6 fyrir heilbrigði kvenna á Íslandi og efnum til ráðstefnu fyrir konur í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar.

Fjallað verður um hjartasjúkdóma kvenna á öllum aldri m.a. tengt krabbameini og álagi, konur deila með ykkur sögum um áskoranir og áföll sem eru vel þekkt í nútímasamfélaginu á borð við kulnun. Í lok ráðstefnunnar verður kveikt á ljósaverkinu HJARTAVERK á Hörpu og ráðstefnugestum gefst tækifæri á að varpa hjartslætti sínum á ljósahjúpinn fallega.

Hægt er að skrá sig hér https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/hjarta-hugur-heilsa/

Vonumst til að sjá sem flesta.