Um Hjartavernd

Landssamtök Hjartaverndar voru stofnuð árið 1964. Hjá Hjartavernd starfar fjöldinn allur af starfsfólki sem samanstendur af breiðum hópi fólks með ólíka menntun sem í sameiningu vinnur að því að framkvæma rannsóknir á sem vísindalegastan og áreiðanlegastan hátt.

Kennitala:
600705-0590
Heimilsfang:
Holtasmára 1, 2. hæð, 201 Kópavogur, Ísland
Sími:
535-1800
Geislafræðingur að sinna myndatöku
Landssamtök Hjartavernar

Stofnuð 1964

Landssamtök Hjartaverndar voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína þremur árum síðar eða árið 1967 með mjög viðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla er lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal Íslendinga. Á árinu 2005 var gerð breyting á rekstrarformi Hjartaverndar og hún gerð að sjálfseignarstofnun (ses).

Röntgenlæknir les í myndir af tölvuskjá
Reykjavíkurrannsóknin

Hóprannsókn Hjartverndar

Innköllun í rannsóknina stóð yfir í meira en 40 ár og hefur náð til rúmlega þrjátíu þúsund Íslendinga. Margar nýjar rannsóknir hafa tengst henni. Þessar rannsóknir eru grundvöllur þekkingar hérlendis á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma niðurstöðum úr rannsóknum sínum til almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

Þjónusta og rannsóknir - Hjartavernd

Stjórnskipulag

Hægt er að sjá skipurit Hjartaverndar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Heilbrigðisstarfsfólk - Hjartavernd

Ársskýrslur

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá ein algengasta dánarorsök Íslendinga.

Einstaklingar - Hjartavernd

Fjáröflun

Hægt er að styrkja Hjartavernd og panta minningarkort með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Útgáfa fræðsluefnis

Fræðslustarf

Til að sinna fræðsluhlutverki sínu hefur Hjartavernd staðið að útgáfu ritraðar fræðslubæklinga um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, og gaf út Tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár. Einnig má nefna áhættureiknivél Hjartaverndar þar sem hægt er að reikna út líkur á fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum.

Mannauður

Starfsfólk samanstendur af breiðum hópi fólks með ólíka menntun sem í sameiningu vinnur að því að framkvæma rannsóknir á sem vísindalegastan og áreiðanlegastan hátt.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu