Geislafræðingur ræðir við kúnna
00/00

Öldrunarrannsókn 2. áfangi.

Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 2. áfangi

Sjúkdómar og fylgikvillar öldrunar er vaxandi vandamál samfara mikilli fjölgun þeirra einstaklinga sem ná háum aldri. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar hefur þegar gefið vísbendingar um að hugsanlega megi hafa áhrif á hraða hrörnunar eða þróun sjúkdóma og þar með lífsgæði með margvíslegu inngripi eða ráðleggingum. Rannsókninni er lýst mjög vel í grein sem birtist í American Journal of Epidemiology árið 2006 (165. tbl; bls. 1076-1085). Með endurtekinni rannsókn á einstaklingum yfir sjötugt er líklegt að enn frekari upplýsingar fáist sem leiða munu til aukins skilnings og þekkingar á öldrun.

Öldrunarstofnun bandaríska heilbriðgðisráðuneytisins (National Institutes of Health) og Hjartavernd tóku því aftur saman höndum um að halda Öldrunarrannsókn Hjartaverndar áfram.  Formlega byrjaði 2. áfanginn þann 1. október 2007 en undirbúningsvinna hafði staðið yfir allt frá áramótum og í raun allt frá því að fyrsta áfanganum lauk.  Annar áfangi Öldrunarrannsóknarinnar var ekki alveg eins umfangsmikill og 1. áfanginn enda fór  rannsóknin fram í tveimur heimsóknum í stað þriggja.  Flestar mælingar á myndgreiningardeild voru endurteknar eins og segulómun af heila og mælingar með tölvusneiðmyndum.  Minnispróf, heyrnar- og sjónpróf voru einnig á sínum stað.  Allar mælingar sem gefa upplýsingar um hjarta-og æðasjúkdóma héldu áfram, eins og blóðprufur, blóðþrýstingur og hjartalínurit.  Þessar mælingar hafa verið gerðar í Hjartavernd frá stofnun 1967 og eru ennþá mikilvægar í forvarnastarfsemi Hjartaverndar fyrir fólk á öllum aldri.

Þátttakendur 1. áfanga Öldrunarransóknarinnar 2002-2006 voru 5.764.  Ætluninn var að bjóða öllum þeim sem voru á lífi, í 2. áfanga rannsóknarinnar.  Vonir voru að skoða 4.000-4.500 einstaklinga yfir 5 ára tímabil.  Til áramóta 2008-2009 höfðu 1206 þátttakendur mætt í Hjartavernd.  Enn á ný erum við, starfsfólk Hjartverndar, þakklát fyrir velvilja skjólstæðinga okkar, sem endurtekið koma til að láta rannsaka sig hátt og lágt.

Tölvusneiðmyndtæki

Takk fyrir þátttökuna.

Þátttaka er mikilvæg til að hægt verði að auka þekkingu okkar á öldrun á Íslandi. Með aukinni þekkingu má færa líkur fyrir því að unnt verði með enn markvissari aðferðum en áður að beita fyrirbyggjandi læknisfræði á þessu sviði til að bæta heilsu og auka lífsgæði eldra fólks.

Kærar þakkir fyrir þátttökuna

Starfsfólk Hjartaverndar

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800, Fax: 535-1801
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu