Heiðursmálþing – Vilmundur Guðnason.

25. janúar 2024

Málþing til heiðurs Vilmundi Guðnasyni, forstöðulæknis Hjartaverndar og prófessor við Háskóla Íslands, í tilefni sjötugsafmælis hans verður haldið í sal Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi þann 2. febrúar næstkomandi frá kl. 16-19.

Allir velkomnir.

Dagskrá

16:30-16:40 – Karl Andersen, stjórnarformaður Hjartaverndar, fundarstjóri – Vilmundur Guðnason: “Við ætlum að breyta læknisfræðinni”
16:40-16:55 – Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Hjartaverndar og prófessor emeritus læknadeild – Frá kólesteróli til Öldrunarrannsóknar
16:55-17:05 – Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við HÍ – “Samstarf, vísindi og vinátta”
17:10-17:20 – Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri – Myndgreining Hjartaverndar, uppbygging og helstu vísindarannsóknir
17:20-17:30 – Valborg Guðmundsdóttir, rannsóknasérfræðingur við HÍ og Hjartavernd – Erfða- og próteinrannsóknir Hjartaverndar

17:30-17:50 – Kaffihlé

17:50-18:00 – Inga Þórsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs – The impact of early programming on later health
18:00-18:30 – Lenore J. Launer, National Institute of Aging/NIH – AGES og NIH, tilurð og samstarf, þróun og helstu vísindarannsóknir
18:30-18:40 – Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði – Ávarp

18:40-19:00 – Léttar veitingar