Áhrifamestu vísindamenn heims.

15. desember 2018

3 vísindamenn Hjartaverndar á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims

Áhrifamestu vísindamenn heims.

3 vísindamenn frá Hjartavernd eru í hópi 4000 áhrifamestu vísindamanna heims samkvæmt nýjum lista greiningarfyrirtækisins Clarivate Analytics.

Það eru þeir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, Thor Aspelund, prófessor í tölfræði og Albert Vernon Smith, prófessor í erðafræði.

Vilmundur Guðnason er í hópi áhrifamestu vísindamannanna sem mest er vitnað í á tveimur fræðasviðum, bæði klínískri læknisfræði og sameindalíffræði og erfðafræði.

Lesa má nánar um lístann hér