Í Hjartavernd starfa m.a. læknar, lífeindafræðingar, líffræðingar, tölfræðingar, verkfræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, ritarar, sjúkraliðar og fólk úr ýmsum öðrum starfstéttum. Starfsmenn Hjartaverndar vinna að ýmsum verkefnum, eins og við Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, við áhættumat, á rannsóknarstofu Hjartaverndar, við myndgreiningardeild, á skrifstofu, við fræðslumál, við úrvinnslu gagna, gæðastjórnun, fjármálastjórnun og ýmis samstarfsverkefni sem Hjartavernd tekur þátt í svo dæmi séu tekin.