Almenn rannsókn

Almennar rannsóknir í fyrstu heimsókn

Þessi hluti rannsóknarinnar tók um það bil 25 – 30 mínútur. Hver mæling frá 1 – 10 mínútur. Þátttakendur fengu að vita strax útkomu úr blóðþrýstingsmælingu, hæðar- og þyngdarmælingu og ummáli, ef þeir óskuðu eftir því. Annars fengu þeir helstu niðurstöður í skýrslu í útskriftarviðtali hjá lækni við lok þriðju komu. Hjartalínuritið var metið af hjúkrunarfræðingi á meðan þátttakandi var í rannsókn með tilliti til alvarlegra einkenna. Annars fór læknir yfir það í lok dags.

Helstu rannsóknir í fyrstu komu voru:

Hjartalínurit

Þessi mæling tekur um 4 – 6 mínútur í framkvæmd. Þarna var aðeins eitt rit tekið sem lesið er úr samdægurs.
Ef alvarleg einkenni komu fram á línuriti þá var haft samband við lækni sem talaði við þátttakanda.

Beinþéttnimæling

Þessi mæling metur beinþéttni þátttakanda út frá röntgenmynd af beini í hæl á hægri fæti þátttakanda. Þetta er mæling sem tekur um 1 – 2 mínútur í framkvæmd. Þarna var tekin ein mæling sem þátttakandi fékk að vita niðurstöðu úr þegar hann fór í viðtal hjá lækni.

Hæðarmæling

Það tekur um það bil 1-2 mínútur að framkvæma þessa mælingu. Hæðin var mæld tvisvar sinnum og ef munur milli þessara tveggja mælinga var of mikill þá þurfti að taka aðrar tvær mælingar. Þarna gat þátttakandinn strax fengið að vita sína mælingu.

Þyngdarmæling

Þyngdarmælingin er með sama sniði og hæðarmælingin. Mælingin tekur um það bil 1-2 mínútur að framkvæma og mælt var tvisvar sinnum og ef of mikill munur var á milli þessara tveggja mælinga þá þurfti að mæla aftur.
Þarna gat þátttakandi fengið að vita strax sína mælingu.

Ummál kviðar

Ummál kviðar er mælt með sama sniði og hæð og þyngd. Það tekur um það bil 1-2 mínútur að framkvæma þessa mælingu. Þarna var mælt tvisvar sinnum og ef of mikill munur var á milli þessara tveggja mælinga þá þurfti að mæla aftur.
Þarna gat þátttakandi fengið að vita strax sína mælingu.

Blóðþrýstingsmæling

Það tekur um það bil 5 – 7 mínútur að framkvæma blóðþrýstingsmælinguna. Blóðþrýstingur var mældur tvisvar sinnum. Þátttakandi gat fengið að vita um sínar mælingar strax ef hann vildi. Ef hann var með óeðlilega háa mælingu var haft samband við lækni sem mat stöðuna og ræddi við þátttakanda ef þufti.

Fitumæling

Þessi mæling metur fitumagnið í líkamanum. Þetta er einföld mæling sem tekur u.þ.b. 3 – 5 mínútur að framkvæma. Gerð var ein mæling. Niðurstaðan var svo reiknuð út og fékk þátttakandi að vita sína niðurstöðu í útskriftarviðtali hjá lækni við lok þriðju komu.

Blóðtaka

Í blóðtökunni voru teknir 100 ml af blóði og sýnið sent á rannsóknastofu Hjartaverndar. Þar var blóðið greint og fékk þátttakandi að vita niðurstöður úr þeirri greiningu í útskriftarviðtali hjá lækni við lok þriðju komu. Það tekur um það bil 10 mínútur að framkvæma þessa mælingu.

Vitræn próf

Auk ofantaldra almennra rannsókna voru svokölluð vitræn próf lögð fyrir þátttakendur þar sem þátttakendur voru prófaðir í ýmsum þrautum sem reyndu á leikni hugans. Meðal þeirra prófa sem lögð voru fyrir var MMSE (Mini Mental State Examiniation). Fagfólk getur fengið sendar leiðbeiningar (Manual) um fyrirlögn og skorun með því að senda tölvupóst á afgreidsla@hjarta.is.

Hreyfifærni

Einnig fóru þátttakendur í hreyfifærni þar sem þeir voru prófaðir í ýmsum þáttum sem snúa að líkamlegu atgervi þeirra.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800, Fax: 535-1801
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu