Tölvusneiðmyndtæki stjórnborð
00/00

Monica rannsókn.

Monica rannsókn

MONICA rannsókn (multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular disease) er fjölþjóðleg rannsókn unnin í samvinnu við og undir yfirumsjón Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þátttökuríki eru 21 talsins og rannsóknarstöðvar 38. Rannsóknin nær til 12 milljón manna og er langstærsta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefur verið til þessa. Ísland hefur þá sérstöðu í þessu sambandi að rannsóknin nær til heillar þjóðar, en í öðrum löndum er rannsóknin bundin við sérstök landssvæði eða borgir. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna breytingar á tíðni kransæðasjúkdóma og meta að hve miklu leyti slíkar breytingar tengjast breytingum á þekktum áhættuþáttum, daglegum lifnaðarháttum, heilbrigðisþjónustu og félagslegum aðstæðum. Samkvæmt beiðni heilbrigðisyfirvalda (Landlæknis) tók Hjartavernd að sér þessa rannsókn hér á landi

Gagnasöfnun á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar spannar árin 1981-1994. Henni er nú lokið í öllum þátttökulöndunum og voru niðurstöður birtar í MONICA Monograph and Multimedia Sourcebook í september 2003 á vegum WHO.

Í MONICA rannsókn Hjartaverndar eru skráð öll tilfelli kransæðastíflu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára á landinu öllu til að kanna hvort breytingar verði á tíðni þessa sjúkdóms. Einnig er fylgst með breytingum helstu áhættuþátta hans með þremur úrtakskönnunum, í upphafi rannsóknartímabilsins, á miðju tímabilinu og í lok þess ásamt breytingum á meðferð sjúkdómsins í sérstökum könnunum í upphafi og við lok rannsóknar.

Eftir að skráningu í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina lauk var ákveðið af rannsókna- og framkvæmdastjórn Hjartaverndar að halda áfram skráningu kransæðastíflutilfella og tengdum rannsóknum um óákveðinn tíma, þar sem þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar og ekki skráðar á samræmdan hátt annars staðar.

Einnig hefur verið ákveðið að skrá öll tilfelli kransæðastíflu karla í Hóprannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967 á sama hátt og gert hefur verið við kvennahóp þeirrar rannsóknar, þ.e. eftir skilmerkjum MONICA-rannsóknarinnar

Lokið er skráningum skv. skilmerkjum Monica-rannsóknar:

  • Skráningu bráðrar kransæðastíflu karla og kvenna 25-74 ára 1981-2004 á Íslandi
  • Skráningu bráðrar kransæðastíflu karla 1967-2004 úr Hóprannsókn Hjartaverndar
  • Skráningu bráðrar kransæðastíflu kvenna 1967-2004 úr Hóprannsókn Hjartaverndar
  • Áhættuþáttakönnun 1983
  • Áhættuþáttakönnun 1988-1989
  • Áhættuþáttakönnun 1993
  • Meðferðarskráning 1982-1983
  • Meðferðarskráning 1990-1992
Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800, Fax: 535-1801
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu