Tölvusneiðmyndtæki í notkun
00/00

Áhættuþáttakönnun.

Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar

Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar 2005-2006 er könnun á bæði vel þekktum áhættuþáttum hjarta-og æðasjúkdóma svo sem kólesteróli og blóðþrýstingi og á nýjum áhættuþáttum eins og þykkt hálsæða eða gerð persónuleika.

Hverjir eru þátttakendur?

Könnunin var gerð á fyrirfram ákveðnu úrtaki sem valið var með slembivali. Haft var samband við þátttakendur í úrtakinu bréfleiðis og þeim boðinn tími. Sýnum þeirra sem það samþykktu var safnað í sérstakan lífsýnabanka Hjartaverndar. Starfsreglur lífsýnasafnins eru aðgengilegar á vef landlæknis.

Undirbúningur.

Í heild sinni tók rannsóknin um eina og hálfa klukkustund. Þátttakendur þurftu að taka með lyfjakort- eða lyfjaglös ef þau tóku einhver lyf.

Allir sem gáfu upp tölvupóstfang fengu lykilorð að spurningalista á netinu. Hjartavernd bað alla þátttakendur sem gátu að svara á netinu þar sem það sparaði tíma við rannsóknina. Fólk þurfti að vera fastandi á mat og drykk frá kl. 22:00 kvöldið fyrir komu.

Blóðrannsóknir

Mældir voru ýmsir þættir í blóði sem tengjast áhættu fyrir hjartasjúkdóma eins og blóðfita (kólesteról, þríglýseríð, HDL-kólesteról) og blóðsykur.Úr sama blóðsýni var heilblóð, blóðvatn og erfðaefni (DNA) einangrað og geymt í lífsýnabanka Hjartaverndar. Erfðaefni var notað annars vegar til að meta framlag gena til áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og hins vegar til að mynda viðmiðunarhóp í ýmsum erfðarannsóknum. Þátttakendum var frjálst að hafna þátttöku í þessum hluta rannsóknarinnar.

Myndrannsóknir

Gerð var ómskoðun af hálsæðum til að meta forstig æðakölkunar. Ómskoðun af hálsæðum er sársauka- og hættulaus þar sem ómsjá er lögð yfir hálsæðar og myndir teknar.
Einnig var stífni í æðakerfinu mæld en það er áhættuþáttur hjarta-og æðasjúkdóma.

Spurningalistar

Heilsufar, lyfjanotkun og reykingavenjur voru kannaðar með spurningalista. Einnig var lagt fyrir persónuleikapróf. Það var gert til athuga samband persónuleika við hjarta- og æðasjúkdóma.

Gerð persónuleika er dæmi um nýjan áhættuþátt hjarta-og æðasjúkdóma sem virðist vega þungt.
Hjartavernd verður líklega í farabroddi í heiminum með það að kanna áhrif persónuleika á áhættu hjarta-og æðasjúkdóma hjá almenningi með þessari rannsókn.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800, Fax: 535-1801
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu