Rannsóknarstöð Hjartaverndar

Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967 og hefur framkvæmt fjöldann allan af rannsóknum. Hóprannsókn Hjartaverndar er stærsta rannsókn stöðvarinnar og eru margar rannsóknir gerðar út frá henni. Hjartavernd hefur verið í góðri samvinnu við margar stofnanir við sínar rannsóknir, bæði hér heima og erlendis.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um helstu rannsóknir Hjartaverndar.

  1. Áhættuþáttakönnun

    Hvað er Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar 2005-2006?
    Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar 2005-2006 er könnun á bæði vel þekktum áhættuþáttum hjarta-og æðasjúkdóma svo sem kólesteróli og blóðþrýstingi og á nýjum áhættuþáttum eins og þykkt hálsæða eða gerð persónuleika.

  2. Reykjavíkurrannsókn

    Í lok nóvember 1967 komu fyrstu gestirnir í Hóprannsókn Hjartaverndar til skoðunar í Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Lágmúla 9. Þrjátíu árum síðar, í nóvember 1997, komu svo síðustu einstaklingarnir sem valdir voru í þessa hóprannsókn til skoðunar á stöðinni.

  3. Öldrunarrannsókn 1. áfangi

    Öldrunarrannsóknin Hjartaverndar er nýjasti áfanginn í Hóprannsókn Hjartaverndar, sem hófst 1967. Öldrunarrannsóknin er samstarfsverkefni Hjartaverndar og Bandaríska Heilbrigðisráðuneytisins (National Institutes of Health).

  4. Öldrunarrannsókn 2. áfangi

    Sjúkdómar og fylgikvillar öldrunar er vaxandi vandamál samfara mikilli fjölgun þeirra einstaklinga sem ná háum aldri. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar hefur þegar gefið vísbendingar um að hugsanlega megi hafa áhrif á hraða hrörnunar eða þróun sjúkdóma og þar með lífsgæði með margvíslegu inngripi eða ráðleggingum.

  5. Afkomendarannsókn

    Þessi hóprannsókn var meginverkefni rannsóknarstöðvarinnar á árinu 2000. Til hennar var boðið börnum þeirra þátttakenda í Hóprannsókn Hjartaverndar er fengið höfðu kransæða­stíflu og til samanburðar börnum þátttakenda er ekki höfðu fengið kransæða­stíflu. Erfða­fræði­nefnd annaðist gerð skráa yfir þessa afkomendur.

  6. Monica rannsókn

    MONICA rannsókn (multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular disease) er fjölþjóðleg rannsókn unnin í samvinnu við og undir yfirumsjón Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þátttökuríki eru 21 talsins og rannsóknarstöðvar 38. Rannsóknin nær til 12 milljón manna og er langstærsta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefur verið til þessa.

Geislafræðingur ræðir við kúnna
Áhættuþættir kransæðasjúkdóma

Áhættumat

Val á mælingum hefur verið aðlagað að nýrri þekkingu á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og sykursýki og áhersla lögð á markvissa greiningu. Matið er kerfisbundið fyrir hvern einstakling. Mögulegt er að gera frekari rannsóknir svo sem áreynsluþolpróf og ómun hálsæða eftir ákveðnum vinnureglum ef ábending er fyrir hendi. Áhættureiknivél Hjartaverndar er notuð við þetta mat.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1, 2. hæð. 201 Kópavogur, Ísland Kt.: 600705-0590

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 2. hæð., 201 Kópavogur, Ísland
Móttaka: 535-1800
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu