Konur eru öðruvísi
Einkenni hjartaáfalls og heilaslags
Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls
• Óútskýrðan slappleika eða þreytu
• Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar
• Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls
• Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein
• Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga
• Verk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu
• Stöðugan verk fyrir brjósti etv. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst tafarlausrar meðferðar
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags
• Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans
• Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja
• Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum
• Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu
• Slæman höfuðverk af óþekktri orsök
• Yfirlið eða meðvitundarleysi