Reykingar.

4. mars 2019

Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína árið 1967. Rannsóknir stöðvarinnar hafa lagt grunn að þekkingu á helstu áhættuþáttum hjartaog æðasjúkdóma hérlendis. Frá upphafi hefur fræðsla til almennings á þessum áhættuþáttum verið samtvinnuð allri starfsemi Hjartaverndar. Mikilvægt atriði í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma er að þjóðin þekki þessa áhættuþætti og tileinki sér lífsstíl til að forðast þá.