Offita.

4. mars 2019

Þessi bæklingur er úr ritröð Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æða sjúkdóma. Að þessu sinni verður fjallað um offitu. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma samkvæmt Hóprannsókn Hjarta verndar eru reykingar, hækkað kólesteról, hækkaður blóðþrýst ing ur, sykursýki, erfðir en einnig síðast en ekki síst kyrrseta og offita.