Markaðssetning óhollrar fæðu.
4. mars 2019Sífelld aukning offitu, einkum meðal barna, veldur vaxandi áhyggjum um alla Evrópu. Samkvæmt mati Alþjóðlega offitu-vinnuhópsins eru um 20% barna á skólaaldri í Evrópu of feit en því fylgir aukin hætta á að þau fái langvinna sjúkdóma í kjölfarið. Að verkefninu „Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast“ koma hjartaverndarstofnanir 20 Evrópulanda ásamt þremur öðrum samstarfssamtökum. Skýrslan „Markaðssetning óhollrar fæðu“ fjallar um fyrsta áfanga þessa verkefnis.
Samkvæmt mati Alþjóðlega offitu-vinnuhópsins eru um 20% barna á skólaaldri í Evrópu of feit en því fylgir aukin hætta á að þau fái langvinna sjúkdóma í kjölfarið. Af þessum of feitu börnum er fjórðungurinn með offitu, en því fylgja verulegar líkur á að sum þeirra hafi fjölmarga áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og fái fullorðinssykursýki eða aðra fylgikvilla snemma á fullorðinsaldri eða fyrr. Að verkefninu „Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast“ koma hjartaverndarstofnanir 20 Evrópulanda ásamt þremur öðrum samstarfssamtökum. Starfsemin er samræmd af Evrópska hjartatenglanetinu. Skýrslan „Markaðssetning óhollrar fæðu“ fjallar um fyrsta áfanga þessa verkefnis. Meginaáherslan er lögð á að kanna hvernig matvæli eru markaðssett fyrir börn.