Handbók Hjartaverndar.

4. mars 2019

Handbók Hjartaverndar er gefin út í tilefni 40 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar.

Handbókin er gefin út á pdf formi og í henni eru teknar saman helstu niðurstöður rannsókna Hjartaverndar frá árinu 1967 til ársins 2007. Handbókin er ætluð almenningi, nemendum, heilbrigðisstéttum og heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem þurfa tölulegar upplýsingar hvort sem er í ritgerðir, fræðigreinar eða við skipulagningu forvarna. Að sjálfsögðu gerir Hjartavernd þá kröfu að hennar sé getið sem heimildar en öllum er frjálst að nota efnið úr henni. Þegar myndir eru teknar úr ritinu förum við fram á að merki (logo) Hjartaverndar sé haft með á slæðunum.