Euroheart.

4. mars 2019

„EuroHeart” verkefnið er samvinnuverkefni Evrópskra hjartaverndarfélaga (European Heart Network) sem Hjartavernd er aðili að og Evrópska Hjartasjúkdómafélagsins (European Society of Cardiology).

„EuroHeart” verkefnið er samvinnuverkefni Evrópskra hjartaverndarfélaga (European Heart Network) sem Hjartavernd er aðili að og Evrópska Hjartasjúkdómafélagsins (European Society of Cardiology)Verkefnið hófst árið 2007 þegar Evrópsku stefnuskránni um heilbrigði hjartansvar ýtt úr vör en tilgangurinn með útgáfu hennar er að fá yfirvöld, heilbriðisstéttir, fagfélög og almenning til að taka höndum saman og vinna að því að minnka byrði samfélagsins vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Evrópsku stefnuskránni var ýtt úr vör þann 16. ágúst 2007 með þátttöku þáverandi heilbrigðisráðherra, Hjartaverndar og Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna.

Á árinu 2009 kynnti Hjartavernd síðan tvær nýjar skýrslu sem eru afrakstur vinnu við fimmta og sjötta hluta verkefnisins. Í skýrslunni Cardiovascular disease prevention in Europe – the unfinished agenda er fjallað um forvarnaráætlanir hinna ýmsu Evrópuþjóða og mat á árangri þeirra og má segja að skýrslan gefið svipmynd af forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma, langvinnra sjúkdóma og lýðheilsu í þeim 16 löndum sem að verkefninu koma. Seinni skýrslan sem tilheyrir sjötta hluta verkefnisins ber nafnið Red Alert for Women’s Heart og er kastljósinu beint að konum í henni. Skýrslan sýnir sem ekki sé um villst að það er munur á konum og körlum hvað varðar einkenni og greiningu á hjarta- og æðasjúkdómum en ekki síður að kynbundinn munur er til staðar í rannsóknum á þessum sjúkdómum. Þannig hallar verulega á konur í klínískum rannsóknum og er kynjaslagsíðan mest áberandi í rannsóknum á kóleseteróllækkandi meðferð, blóðþurrðarsjúkdómum og hjartabilun.

Hægt er að nálgast Evrópsku stefnuskrána um heilbrigði hjartans með því að smella HÉR.

Hægt er að nálgast skýrsluna Cardiovascular disease prevention in Europe – the unfinished agenda með því að smella HÉR.

Hægt er að nálgast skýrsluna Red Alert for Women’s Heart með því að smella HÉR.

Hægt er að nálgast skýrsluna Diet, Physical Activity and Cardiovascular Disease Preventið með því að smella HÉR.