Af bestu lyst 1-3. Ný útgáfa með öllum þremur bókunum í einu riti..
4. mars 2019Fáar íslenskar matreiðslubækur hafa notið viðlíka vinsælda og Af bestu lyst, ein fyrsta bókin þar sem áhersla var lögð á hollan og spennandi mat. Bókin kom fyrst út fyrir tuttugu árum, hefur verið endurprentuð margoft og selst í stóru upplagi. Tvær aðrar bækur með sama titli fylgdu í kjölfarið, Af bestu lyst 2 og 3.
Fáar íslenskar matreiðslubækur hafa notið viðlíka vinsælda og Af bestu lyst, ein fyrsta bókin þar sem áhersla var lögð á hollan og spennandi mat. Bókin kom fyrst út fyrir tuttugu árum, hefur verið endurprentuð margoft og selst í stóru upplagi. Tvær aðrar bækur með sama titli fylgdu í kjölfarið, Af bestu lyst 2 og 3.
Bækurnar þrjár hafa verið uppseldar um skeið en ekkert lát er á eftirspurninni. Hér eru þær allar saman komnar í einni bók, endurprentaðar eins og Þær birtust upphaflega, enda halda Þær fullkomlega gildi sínu. þær eru hver með sínu sniði en hollusta, fjölbreytni og bragðgæði eru Þó ávallt í fyrirrúmi.
Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð stóðu sameiginlega að fyrstu bókinni og áttu stóran Þátt í gerð hinna tveggja. Hverri bók fylgir ítarlegur inngangur Þar sem fjallað er um helstu áherslur í hollustumálum og gefin góð ráð.
Útgefandi er Vaka-Helgafell hjá Forlaginu en bókin fæst í bókaverslunum og í afgreiðslu Hjartaverndar. Hún er 288 síður.