Laus staða móttökuritara.

19. nóvember 2019

Laust starf – Móttökuritari

Móttökuritari

Hjartavernd leitar að móttökuritara í 100% starf.

Vinnutími er mánudaga – föstudaga frá kl. 08:00 – 16:00.

Starfið fellst að mestu leyti í almennri móttöku, símavörslu og bókunum í rannsóknir.

 

Hæfniskröfur:

–           Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

–           Góð almenn tölvukunnátta.

–           Góð kunnátta í íslensku og ensku.

–           Skipulögð og öguð vinnubrögð.

 

Umsóknarfrestur er til og með  15. desember 2019

Með umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og starfsferil.

Umsókn sendist í Hjartavernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogur, merkt Atvinna eða á netfangið atvinna@hjarta.is 

Umsjón með ráðningu hefur Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir, sviðsstjóri rannsókna, johanna@hjarta.is sími 5351800.